Dúó Una og Arngerður María.
Dúó Una og Arngerður María.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Boðið verður upp á tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina í samstarfi við Iceland Airwaves. Á morgun, laugardag, kl. 12 flytja Arngerður María Árnadóttir organisti og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari frumsamda tónlist, tónlist með rafhljóðum, spuna og sjakkonnu í d-moll BWV 1004 eftir Bach

Boðið verður upp á tvenna tónleika í Hallgrímskirkju um helgina í samstarfi við Iceland Airwaves. Á morgun, laugardag, kl. 12 flytja Arngerður María Árnadóttir organisti og Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari frumsamda tónlist, tónlist með rafhljóðum, spuna og sjakkonnu í d-moll BWV 1004 eftir Bach. Gestir þeirra á tónleikunum eru Davíð Þór Jónsson píanóleikari og Skúli Sverrisson rafmagnsbassaleikari. Á tónleikunum leikur Una einnig á harðangursfiðlu og Arngerður á keltneska hörpu.

Sunnudaginn 5. nóvember kl. 17 verður Requiem eftir Maurice Duruflé flutt auk verka eftir Jón Leifs, Olivier Messiaen og Sigurð Sævarsson. Flytjendur eru Hymnodia Kammerkór og Kammerkór Norðurlands, Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópran, Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir á selló og Eyþór Ingi Jónsson á orgel. Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Miðar á hvora tveggja tónleika eru seldir við innganginn og á tix.is.