Vín Minni innflutningur.
Vín Minni innflutningur.
Erlend netverslun í september nam tæpum 2,3 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) fær frá Tollinum og greinir frá í tilkynningu. Erlend netverslun jókst um 23,9% á milli ára á breytilegu verðlagi en aðeins um 0,7% á milli mánaða

Erlend netverslun í september nam tæpum 2,3 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) fær frá Tollinum og greinir frá í tilkynningu. Erlend netverslun jókst um 23,9% á milli ára á breytilegu verðlagi en aðeins um 0,7% á milli mánaða.

Einnig segir að innflutningur einstaklinga á áfengi hafi dregist saman um 32,5% á árinu en 18,1% aukning hefur orðið í netverslun innanlands á áfengi á milli ára samkvæmt síðustu kortaveltutölum. Þá hefur innflutningur á fatnaði og skóm aukist um 14,5% á milli ára.