Rithöfundur Arnaldur Indriðason.
Rithöfundur Arnaldur Indriðason.
Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér nýja bók, Sæluríkið, sem er tuttugasta og sjöunda bók hans á jafnmörgum árum og þar fæst lögreglumaðurinn Konráð við flókin mál. Arnaldur er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins

Arnaldur Indriðason hefur sent frá sér nýja bók, Sæluríkið, sem er tuttugasta og sjöunda bók hans á jafnmörgum árum og þar fæst lögreglumaðurinn Konráð við flókin mál.

Arnaldur er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar er hann spurður um örlög Erlends lögreglumanns sem var aðalpersónan í vinsælum metsölubókum hans. Síðast fréttist til Erlends í miklum vetrarhörkum fyrir austan en margir aðdáenda hans hafa vonað að hann hafi lifað þau ósköp af. Sú er ekki raunin. „Ég held að hann hljóti að vera dáinn,“ segir Arnaldur, sem hefur sagt skilið við þessa sögupersónu sína.

Arnaldur var tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir Sigurverkið, sögulega skáldsögu sem kom út árið 2021. Hann gerir ráð fyrir að eiga eftir að skrifa fleiri skáldsögur sagnfræðilegs eðlis.