Grótta Matthías Guðmundsson þjálfar á Seltjarnarnesi.
Grótta Matthías Guðmundsson þjálfar á Seltjarnarnesi. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Matthías Guðmundsson, fyrrverandi knattspyrnumaður úr Val, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu sem leikur í 1. deild. Hann hefur að undanförnu verið aðstoðarþjálfari Péturs Péturssonar hjá kvennaliði Vals

Matthías Guðmundsson, fyrrverandi knattspyrnumaður úr Val, hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Gróttu sem leikur í 1. deild. Hann hefur að undanförnu verið aðstoðarþjálfari Péturs Péturssonar hjá kvennaliði Vals. Grótta var nýliði í 1. deildinni á nýliðnu tímabili og var nálægt því að komast upp í Bestu deildina. Liðið tapaði fyrir Fylki í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni og hafnaði í fjórða sætinu sem er besti árangur liðsins frá upphafi.