Sjúkrahúsið á Akureyri Forval hefur verið auglýst vegna nýbyggingar sem reist verður við sjúkrahúsið.
Sjúkrahúsið á Akureyri Forval hefur verið auglýst vegna nýbyggingar sem reist verður við sjúkrahúsið. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Félagið Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Þ.m.t. við skipulag lóðar með tilliti til flæðis sjúklinga, gesta og aðfanga

Félagið Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæðis legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk). Þ.m.t. við skipulag lóðar með tilliti til flæðis sjúklinga, gesta og aðfanga.

Á útboðsvefnum segir að verkefnið feli í sér hönnun nýbyggingar ásamt lóðarhönnun og aðkomu að breytingu á deiliskipulagi.

„Gert er ráð fyrir að 9.200 fermetra nýbygging verði staðsett sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk og tengd núverandi húsnæði SAk. Gera má ráð fyrir að núverandi húsnæði verði breytt, til framtíðar, vegna tengingar við nýbyggingu og breytinga á aðkomu. Nýbyggingin mun taka yfir núverandi bílastæði á lóðinni og þarf að færa þau bílastæði til ásamt því að fjölga bílastæðum m.v. aukið byggingarmagn á lóðinni.“

Samkvæmt upplýsingum frá NLSH má gera ráð fyrir að hönnun hefjist í janúar nk. Síðan sé raunhæft að hefja framkvæmdir fimmtán mánuðum þaðan í frá. Samkvæmt því geti jarðvinna hafist vorið 2025 en samanlagður kostnaður við verkið hlaupi á milljörðum króna. baldura@mbl.is