Stytta Svörtum ruslapoka hefur verið komið fyrir yfir höfuð styttunnar af séra Friðriki. Styttan stendur við Bernhöftstorfuna í miðbænum.
Stytta Svörtum ruslapoka hefur verið komið fyrir yfir höfuð styttunnar af séra Friðriki. Styttan stendur við Bernhöftstorfuna í miðbænum. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Svartur ruslapoki hefur verið settur á styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur við Bernhöftstorfuna í hjarta miðborgarinnar. Mál tengd séra Friðriki komust í kastljós fjölmiðla í kjölfar nýútgefinnar bókar Guðmundar Magnússonar

Svartur ruslapoki hefur verið settur á styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur við Bernhöftstorfuna í hjarta miðborgarinnar.

Mál tengd séra Friðriki komust í kastljós fjölmiðla í kjölfar nýútgefinnar bókar Guðmundar Magnússonar. Í bókinni greinir Guðmundur frá því að séra Friðrik hafi leitað á ungan dreng, sem nú er kominn hátt á fullorðinsár.

Mikið hefur verið rætt um afdrif styttunnar í kjölfar útgáfu bókarinnar, þá hvort styttan eigi að fá að standa áfram eða hvort það eigi að taka hana niður. Ósáttir einstaklingar virðast nú hafa tekið málið í sínar hendur.

Í síðustu viku óskaði Morgunblaðið eftir svörum frá Reykjavíkurborg um það hvort borgin hygðist endurskoða tilverurétt minnismerkisins.

Reykjavíkurborg svaraði skriflega að málið væri nýuppkomið og að margir starfsmenn væru í vetrarfríi. Því þyrfti meiri tíma til að svara fyrirspurninni. Enn hafa ekki borist svör frá borginni.