Týr Viðskiptablaðsins fjallar um kynjagleraugun og fjárlagafrumvarpið í nýjasta tölublaðinu. Hann nefnir umsögn við fjárlagafrumvarpið frá félaginu Femínísk fjármál og telur hana nokkuð merkilega og segist ekki hafa vitað að „hin eina rétta femíníska fjármálastefna væri að kalla eftir að öllum áherslum Samfylkingarinnar í skattamálum sé hrint í framkvæmd“.

Týr Viðskiptablaðsins fjallar um kynjagleraugun og fjárlagafrumvarpið í nýjasta tölublaðinu. Hann nefnir umsögn við fjárlagafrumvarpið frá félaginu Femínísk fjármál og telur hana nokkuð merkilega og segist ekki hafa vitað að „hin eina rétta femíníska fjármálastefna væri að kalla eftir að öllum áherslum Samfylkingarinnar í skattamálum sé hrint í framkvæmd“.

Þá segir Týr: „Í umsögninni er ríkisstjórnin harðlega gagnrýnd fyrir að grípa ekki tækifæri til „aukinnar tekjuöflunar“ eins og það er orðað og haldið er fram fullum fetum að hærri skattar séu það eina sem dugar í baráttunni gegn verðbólgu. Kynjaða lausnin sem er lögð fram af félaginu er að hækka skatta á sjávarútveg og fjármagnseigendur.“ Hann bætir því við að þetta sé „bara gamaldags og útþvæld vinstri stefna í efnahagsmálum sem hefur aldrei skilað neinum árangri og er ávísun á óskilvirkni, verðbólgu og háa vexti“.

Týr hefur einnig eftir femíníska fjármálafélaginu að það telji „það vera aðför að jafnrétti að láta sér detta í hug að hægt sé að fækka störfum hjá ríkinu“, en hann bendir á að störfum hjá ríkinu hafi fjölgað um 20% frá árinu 2015.

Vinstri menn eru hugmyndaríkir þegar kemur að því að auka ríkisumsvif og hækka skatta. Stundum eru umhverfismál misnotuð í þessum tilgangi en það er auðvitað ekkert síðra að misnota jafnréttismálin.