— Morgunblaðið/Eggert
Góður rómur var gerður að tónleikum Nönnu Hilmarsdóttur í Fríkirkjunni í gær en þeir voru hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Nanna flutti efni af fyrstu sólóplötu sinni, How to Start a Garden

Góður rómur var gerður að tónleikum Nönnu Hilmarsdóttur í Fríkirkjunni í gær en þeir voru hluti af tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. Nanna flutti efni af fyrstu sólóplötu sinni, How to Start a Garden. Nanna er enginn nýgræðingur en hún hefur komið fram með hljómsveit sinni, Of Monsters and Men, allt frá árinu 2011. Nanna hefur unnið um skeið að eigin efni og hefur plötunnar verið beðið með eftirvæntingu.