— AFP/Federico Scoppa
Átta manns létust í gær af völdum stormsins Ciarán þegar hann hélt áfram yfirreið sinni yfir ríki Vestur-Evrópu. Að minnsta kosti fimm létust í Toskana-héraði á Ítalíu, og lýstu stjórnvöld þar yfir neyðarástandi vegna aurs og flóða af völdum stormsins

Átta manns létust í gær af völdum stormsins Ciarán þegar hann hélt áfram yfirreið sinni yfir ríki Vestur-Evrópu. Að minnsta kosti fimm létust í Toskana-héraði á Ítalíu, og lýstu stjórnvöld þar yfir neyðarástandi vegna aurs og flóða af völdum stormsins. Þá létust þrír til viðbótar undan ströndum Portúgals þegar seglskúta þeirra strandaði vegna óveðursins, en hún sigldi undir dönsku flaggi.

Alls hafa nú fimmtán manns látist af völdum óveðursins, en Ciarán hefur einnig valdið miklum truflunum á samgöngum í vesturhluta Evrópu, þar sem aflýsa þurfti bæði flug- og lestarferðum á sama tíma og margir vegir voru ófærir vegna veðurs. Þá náði stormurinn að slá vindhraðamet í Frakklandi, þar sem vindhraði mældist rúmlega 57,5 m/s, eða um 207 kílómetrar á klukkustund.