Sam Bankman-Fried
Sam Bankman-Fried
Sam Bankman- Fried, stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX, var í fyrrinótt fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli, en honum var gefið að sök að hafa stolið milljörðum bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum

Sam Bankman-
Fried, stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX, var í fyrrinótt fundinn sekur um stórfellt fjármálamisferli, en honum var gefið að sök að hafa stolið milljörðum bandaríkjadala af viðskiptavinum sínum.

Kviðdómur í málinu rökræddi dóm sinn í fimm klukkustundir og sakfelldi hann svo í öllum ákæruliðum. Refsing Bankman-
Frieds verður ákveðin 28. mars næstkomandi, en hámarksrefsing fyrir brot hans er 110 ára fangelsi.

Damian Williams alríkissaksóknari sagði að Bankman-Fried hefði framið einn stærsta fjármálaglæp í sögu Bandaríkjanna. Sagði Williams að þó að tæknin væri ný væri glæpurinn af gömlum merg og yrði ekki liðinn. Verjandi hans sagði að Bankman-Fried myndi áfrýja.