Jean Antoine Posocco – 40 árum síðar nefnist sýning sem opnuð er hjá SÍM á Hlöðulofti Korpúlfsstaða í dag. „Í ár fagna ég 40 ára veru minni hér á Íslandi og stóran hluta af þeim tíma hef ég dúllað mér við að teikna, sumum til ama og öðrum til skemmtunar. Af því tilefni langaði mig að gefa fólkinu sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og öðrum áhugasömum tækifæri til að skyggnast inn í sköpunargleði sem býr í mér því sumir þekkja mig sem myndskreyti, aðrir sem póstburðarmann eða bókaútgefanda, kokk, vatnslitamálara, málmsmið, kennara eða félagsliða og enn aðrir sem skapmikinn karakter sem liggur ekki á skoðunum sínum,“ segir Jean um sýningu sína sem stendur til 19. nóvember.