Unnsteinn Manúel er fjölhæfur listamaður, kvikmyndagerðarmaður, söngvari, leikari, rekur heimili og er með nokkurra mánaða gamlan hund. Því er nóg að gera. Unnsteinn var gestur í Ísland vaknar um daginn þar sem hann ræddi allt milli himins og jarðar, meðal annars íslenskar sundlaugar

Unnsteinn Manúel er fjölhæfur listamaður, kvikmyndagerðarmaður, söngvari, leikari, rekur heimili og er með nokkurra mánaða gamlan hund. Því er nóg að gera. Unnsteinn var gestur í Ísland vaknar um daginn þar sem hann ræddi allt milli himins og jarðar, meðal annars íslenskar sundlaugar. Fyrr í haust fór Unnsteinn einnig yfir ferilinn með Retro Stefson á Söngvaskálds-tónleikum í Salnum í Kópavogi. „Það var gaman að rifja upp öll gömlu lögin,“ sagði hann. Sundhöll Reykjavíkur er laugin sem Unnsteinn kýs fram yfir aðrar en sonur hans er nú ósammála. „Það er orðið eins og að fara með pabba sínum á pöbbinn að fara í Sundhöllina. Það eru engin leikföng og ekkert að gera. En ég fer beint í menninguna með því að hitta fólkið í pottinum,“ segir Unnsteinn. Lestu meira á K100.is.