Gull Ein sjálfanna á sýningu Kristínar.
Gull Ein sjálfanna á sýningu Kristínar.
Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Selfie í Gallerí Kverk í Garðastræti 37 í dag kl. 15. „Í mörgum verka minna gegnum tíðina hef ég fjallað um konuna og kvenímyndina

Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Selfie í Gallerí Kverk í Garðastræti 37 í dag kl. 15.

„Í mörgum verka minna gegnum tíðina hef ég fjallað um konuna og kvenímyndina. Sýningin Selfie er ekki undanskilin. Hún endurspeglar samtíma okkar og hluta þeirrar kvenímyndar sem ég sé í honum. Áhrifavaldar á Instagram minna mig á helgimyndir vestrænnar listasögu þar sem fyrirmyndirnar voru upphafnar.

Þessi verk eru unnin á tréplötur með fornri tækni helgimyndanna, máluð með eggtemperu og lögð blaðgulli. Frá því hugmyndin um einstaklinginn fæddist höfum við verið upptekin af ímyndarsköpun, að skapa okkur ímynd út á við, reyna að hafa áhrif á það hvernig aðrir sjá okkur og hvernig við sjáum okkur sjálf.

Orðið sjálfa vísar til þess að fanga sjálfið á mynd. Er það uppstillt og leikstýrt sjálf eða nýtum við okkur hlutverkaleik og sköpunargleði? Er einhver sjálfsmynd raunverulega á forsendum manns sjálfs?“ skrifar Kristín um sýningu sína.