Barokkbandið Brák kemur fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 sem eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Með bandinu kemur fram óperusöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og flytur nokkrar af frægustu aríum Händels úr óperunum Júlíusi Sesar, Ariodante og Rinaldo
Barokkbandið Brák kemur fram á tónleikum í Norðurljósum Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16 sem eru hluti af tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar. Með bandinu kemur fram óperusöngkonan Herdís Anna Jónasdóttir og flytur nokkrar af frægustu aríum Händels úr óperunum Júlíusi Sesar, Ariodante og Rinaldo. Þá leikur Brák verk eftir barokktónskáldin Georg Philipp Telemann, Johannes Schenck og Johann Georg Pisendel, auk kammerverks eftir tónskáldið og bassaleikarann Báru Gísladóttur. Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is.