Guja Sandholt
Guja Sandholt
Óperubrölt nefnist viðburður sem fram fer í Garðabæ í dag kl. 13. Dagskráin hefst í Vídalínskirkju og þaðan leiðir Jón Svavar Jósefsson göngu gesta að Garðatorgi, en á leiðinni skjóta „alls kyns söngfuglar upp kollinum á óvæntum stöðum og gleðja viðstadda og fólk á ferli“, segir í kynningu

Óperubrölt nefnist viðburður sem fram fer í Garðabæ í dag kl. 13. Dagskráin hefst í Vídalínskirkju og þaðan leiðir Jón Svavar Jósefsson göngu gesta að Garðatorgi, en á leiðinni skjóta „alls kyns söngfuglar upp kollinum á óvæntum stöðum og gleðja viðstadda og fólk á ferli“, segir í kynningu. Meðal þeirra sem koma fram eru Bjarni Thor Kristinsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Bryndís Guðjónsdóttir, Guja Sandholt og Ástríður Alda Sigurðardóttir. Óperubröltið, sem er hluti af Óperudögum, tekur um klukkustund.