Tarja Turunen í essinu sínu.
Tarja Turunen í essinu sínu. — Wikimedia
Jól Tarja Turunen, sem þekktust er fyrir að hafa sungið með finnska málmbandinu Nightwish, hringir jólin snemma inn þetta árið með því að gefa út jólaplötuna Dark Christmas á föstudaginn. Synd væri að segja að hún tónaði efnið niður en sinfóníuhljómsveit og barnakór koma við sögu

Jól Tarja Turunen, sem þekktust er fyrir
að hafa sungið með finnska málmbandinu
Nightwish, hringir jólin snemma inn þetta árið með því að gefa út jólaplötuna Dark Christmas á föstudaginn. Synd væri að segja að hún tónaði efnið niður en sinfóníuhljómsveit og barnakór koma við sögu. Um er að ræða vinsæl jólalög eins og Last Christmas, All I Want For Christmas Is You, Wonderful Christmastime, Jingle Bells, Frosty The Snowman og Rudolph The Red-Nosed Reindeer, auk frumsamins lags
eftir Törju, Dark Christmas. Haft er eftir Turjunen að gaman hafi verið að stinga sér á kaf í þennan nýja heim og að drungalegar útsetningar hæfi lögunum vel.