Góður Jaka Brodnik átti góðan leik fyrir Keflavík í sigri á Haukum.
Góður Jaka Brodnik átti góðan leik fyrir Keflavík í sigri á Haukum. — Ljósmynd/Jóhann Helgi
Keflavík vann sinn þriðja sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði Hauka, 89:86, á heimavelli sínum í Bítlabænum í lokaleik 5. umferðarinnar í gærkvöldi. Keflavík er nú eitt sex liða með sex stig, tveimur stigum á eftir toppliðum Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Keflavík vann sinn þriðja sigur á leiktíðinni í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði Hauka, 89:86, á heimavelli sínum í Bítlabænum í lokaleik 5. umferðarinnar í gærkvöldi.

Keflavík er nú eitt sex liða með sex stig, tveimur stigum á eftir toppliðum Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn. Haukar hafa hins vegar tapað þremur af síðustu fjórum og eru í níunda sæti með fjögur stig í afar jafnri deild.

Keflvíkingar voru sterkari í fyrri hálfleik og var staðan eftir hann 54:44. Heimamenn virtust svo ganga frá leiknum í þriðja leikhluta, því staðan fyrir fjórða og síðasta leikhlutann var 76:60.

Haukar neituðu hins vegar að gefast upp og með glæsilegu áhlaupi í lokin gerðu þeir lokamínúturnar æsispennandi. Keflavík hélt hins vegar út og fagnaði sigri.

Sigurður Pétursson og Halldór Garðar Hermannsson skoruðu 15 stig hvor fyrir jafnt lið Keflavíkur. Jalen Moore skoraði 29 og tók 11 fráköst fyrir Hauka. Osku Heinonen gerði 20 stig.

Höf.: Jóhann Ingi Hafþórsson