Dansað og sungið um alla borg.
Dansað og sungið um alla borg.
Unglist – Listahátíð ungs fólks hefst í dag með fjölbreyttri dagskrá um alla borg og bý á höfuðborgarsvæðinu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu, en frítt er inn á alla viðburði

Unglist – Listahátíð ungs fólks hefst í dag með fjölbreyttri dagskrá um alla borg og bý á höfuðborgarsvæðinu. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, segir í tilkynningu, en frítt er inn á alla viðburði.

Hátíðin stendur til 11. nóvember næstkomandi. Klassískir tónar óma í Hörpu, dansinn dunar í Borgarleikhúsinu og einnig verða uppákomur í Tjarnarbíói og rokkað í Hinu húsinu í tengslum við tónlistarhátíðina Airwaves.