Kennarinn spyr Báru: „Ertu vel synd?“ Bára svarar: „Auðvitað!“ „Og hvar lærðir þú að synda?“ Bára: „Nú í sundi!“
Kennari: „Í dag ætlum við að læra um prósentur. Ef það eru 10 spurningar á prófi og þú svarar 10 rétt, hvað færðu þá?“ Siggi: „Ásökun um svindl!“
Íslenskukennarinn spyr: „Ég fer, þeir fara, við förum, þið farið. Bjarni, getur þú sagt mér hvað þetta er?“ „Tja, landflótti!“
Kennarinn vill vita: „Hvaða fjögur orð eru mest notuð í skólanum?“ Frank: „Ég veit það ekki!“ „Rétt.“
„Á morgun verða allir bólusettir,“ tilkynnir kennarinn, „þvoið handleggina vel heima.“ Einn nemandinn spyr: „Hægri eða vinstri handlegg?“
STEINÖLD. Kennarinn talar og börnin grafa í steinplöturnar sínar. Þá réttir einn upp hönd og spyr: „Flugeðla, skrifa ég hana með tvo eða fjóra fætur?“
Kennarinn segir við Árna: „Þú verður að gera verkefnið aftur og þannig að allir geti skilið það!“ „Ekkert mál, geturðu nokkuð sagt mér hvað það var sem þú skildir ekki?“