Rússar sendu í fyrrinótt um fjörutíu sjálfseyðingardróna af íranskri gerð til árása á Úkraínu, og náðu Úkraínumenn að skjóta 24 þeirra niður. Árásirnar beindust að tíu héruðum í Úkraínu, en ekki var tilkynnt um neitt mannfall af völdum þeirra

Rússar sendu í fyrrinótt um fjörutíu sjálfseyðingardróna af íranskri gerð til árása á Úkraínu, og náðu Úkraínumenn að skjóta 24 þeirra niður. Árásirnar beindust að tíu héruðum í Úkraínu, en ekki var tilkynnt um neitt mannfall af völdum þeirra. Hins vegar urðu nokkrar skemmdir á íbúðarhúsnæði og háskólabyggingu í Karkív-borg. Þá sagði Maksím Kositskí, héraðsstjóri í Lvív-héraði, að drónarnir hefðu hæft mikilvæga innviði héraðsins á fimm stöðum. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að líklegt væri að Rússar myndu herða árásir sínar sem beinast að raforkuverum og hitaveitu Úkraínu nú þegar vetur væri að ganga í garð.