Sund Anton Sveinn McKee er fremsti sundmaður Íslands í dag.
Sund Anton Sveinn McKee er fremsti sundmaður Íslands í dag. — Morgunblaðið/Eggert
Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands undanfarin ár, er orðinn bandarískur ríkisborgari. Hann greindi frá á Instagram í gær. Anton keppti á Ólympíuleikunum 2012, 2016 og 2021 og er kominn með keppnisrétt á leikana í París næsta sumar, en…

Anton Sveinn McKee, fremsti sundmaður Íslands undanfarin ár, er orðinn bandarískur ríkisborgari. Hann greindi frá á Instagram í gær. Anton keppti á Ólympíuleikunum 2012, 2016 og 2021 og er kominn með keppnisrétt á leikana í París næsta sumar, en hann er enn eini Íslendingurinn sem hefur tryggt sig inn á leikana. Hann hóf nám við Alabama-háskólann árið 2013 og er nú áratug síðar kominn með ríkisborgararétt.