Bókaútgáfan Drápa gefur út bækur fyrir börn og fullorðna og kennir þar ýmissa grasa. Frá handhafa Blóðdropans Skúli Sigurðsson sendir nú frá sér nýja og æsispennandi bók sem heitir Maðurinn frá São Paulo Í fyrra kom út fyrsta bók Skúla, Stóri …

Bókaútgáfan Drápa gefur út bækur fyrir börn og fullorðna og kennir þar ýmissa grasa.

Frá handhafa Blóðdropans

Skúli Sigurðsson sendir nú frá sér nýja og æsispennandi bók sem heitir

Maðurinn frá São Paulo

Í fyrra kom út fyrsta bók Skúla, Stóri bróðir, sem hann hlaut Blóðdropann

fyrir, verðlaun Hins íslenska glæpafélags. Nýja bókin gefur þeirri fyrstu

ekkert eftir þegar kemur að spennu og hraða. Bókin gerist að mestu árið 1977 og

aðalsöguhetjan nú er Héðinn Vernharðsson, rannsóknarlögreglumaðurinn sem við

kynntumst í Stóra bróður.

Maðurinn frá São Paulo er spennusaga um launmorð, njósnir og nasista á

flótta.

Þýskur hermaður særist í orrustunni um

Rostov í Úkraínu árið 1942. Honum er bjargað við illan leik.

Josef Mengele, dauðaengillinn í

A uschwitz, flýr Evrópu fjórum ár um eftir stríðslok.

Árið 1960 rænir ísraelska

leyniþjónustan Adolf Eichmann í Buenos Aires. Réttað er yfir honum og hann

hengdur í Tel Aviv.

Í Reykjavík er leigubílstjóri skotinn í

hnakkann árið 1977. Héðinn Vernharðsson rannsakar málið.

Í þessari annarri bók sinni fléttar Skúli Sigurðsson skáldskap saman við

sögulega atburði og raunverulegar persónur svo úr verður magnaður hildarleikur

- sem heldur lesendum í heljargreipum til síðustu síðu.

Maðurinn frá São Paulo kemur út 2. nóvember

Hvaða veisluföng voru í boði á Hlíðarenda og

Bergþórshvoli?

Hvað þótti veislumatur á landnámsöld? Hvað fengu veislugestir á í brúðkaupi

á Hlíðarenda að borða?

VEISLUMATUR LANDNÁMSALDAR er bók sem hvert

heimili þarf að eignast!

Íslendingasögurnar eru ekki margorðar um þær matarhefðir sem voru við lýði

á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Kristbjörn Helgi Björnsson sagnfræðingur

hefur rannsakað matartilvísanir í Íslendingasögunum og borið þær saman við þá

þekkingu á matarvenjum landnámsaldar sem fornleifafræðin hefur bætt við.

Úlfar Finnbjörnsson, matreiðslumeistari,

leitaði einnig fanga víða og setur hér fram spennandi, freistandi og

trúverðugar uppskriftir að veislumat landnámsfólksins. Karl Petersson,

einn allra fremsti matarljósmyndari landsins, fangar svo útkomuna með linsuna

að vopni.

Veislumatur landnámsaldar er gífurlega

forvitnileg, falleg og eiguleg bók. Hún verður leðurklædd, með þykkum og

fallegum pappír á innsíðum og ljósmyndirnar af matnum eru ótrúlega girnilegaR.

Stærðin er því sem næst A4 stærð.

Hefur þú smakkað heilgrillaðan geirfugl? Eða lambabuxur? Hljómar

rostungssúpa ekki girnilega?

Bókin kemur einnig út á ensku á sama tíma, í byrjun nóvember.

Miðstöð íslenskra bókmennta styrkti útgáfu bókarinnar.

Komdu að veiða!

Frá laxveiðigúrúinum Sigurði Héðni kemur nú Komdu að veiða.

Sigurður Héðinn er einn af bestu og þekktustu

veiðimönnum landsins og hefur bæði unnið sem leiðsögumaður veiðimanna um

áraraðir og verið einn einn af fremstu fluguhnýturum landsins. Reyndar eru

flugur hans heimsþekktar og notaðar víða um heim.

Hér fer Siggi með veiðimenn og -konur um sumar af bestu ám landsins og

segir frá helstu veiðistöðum í hverri á. Auk þess birtir hann nýjar veiðiflugur

og veitir góð ráð við laxveiðarnar. Bókina prýða myndir af veiðistöðunum, bæði

vatnslitamyndir og teikningar.

Áður hafa komið út þrjár veiðibækur eftir Sigga sem allar hlutu mjög góðar

viðtökur.

Bókin kemur út í nóvember

Þá breyttist allt!

Hvaða fólk er þetta sem

kýs að koma til Íslands, afskekktrar eyju í Norður-Atlantshafi? Hvaðan kemur

það og af hverju flytur það búferlum á milli landa?

Þær Margrét Blöndal og

Guðríður Haraldsdóttir ræða hér við 11 einstaklinga sem mætti kannski kalla nýja

Íslendinga. Sumir fluttu til Íslands vegna átaka heima fyrir, aðrir eltu ástina

eða fluttu vegna vinnu. Sögurnar á bak við hvern og einn eru jafn ólíkar og þær

eru margar. Eitt eiga þær þó sameiginlegt; þegar þetta fólk flutti til Íslands

þá breyttist allt.

Lesandinn fær að kynnast

þessu fólki sem segir hér sögur sínar. Sögur sem eru átakanlegar, erfiðar,

ótrúlegar, skemmtilegar og forvitnilegar.

Búðu þig undir að hlæja

og gráta við lestur þessarar bókar.

Erlendum ríkisborgurum á

Íslandi hefur fjölgað úr 10 þúsund í 65þúsund á rúmlega 20 árum. Hér er lítill

gluggi inn í samfélag sem á tíðum er hliðarsamfélag hér á Íslandi.

Formála skrifar Berglind

Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í alþjóðamálum, fyrrum aðstoðarforstjóri OECD og

sendiherra.

Höfundar þessarar bókar

eru tvær af reynslumestu fjölmiðlakonum landsins.

Margrét Blöndal er landsþekkt fyrir

störf sín í fjölmiðlum, bæði í sjónvarpi, útvarpi og öðrum miðlum. Margrét

skrifaði einnig bækurnar Henný Hermanns – Vertu stillt! og Ævisögu Ellyjar Vilhjálms.

Guðríður Haraldsdóttir blaðakona starfaði m.a. á Vikunni í rúm 20 ár og í útvarpi í um áratug.

Gurrí, eins og hún er kölluð, hefur tekið fleiri viðtöl en tölu verður komið á

og einnig komið að útgáfu nokkurra bóka.

Ísadóra Nótt

Þessi skemmtilega stelpa, sem er hálf vampíra og hálfur álfur, er alveg

einstök. Það eru þegar komnar tvær bækur á árinu; Ísadóra Nótt fer í

tívolí og Ísadóra Nótt fer í gistipartí.

Svo fyrir jólin kemur Ísadóra Nótt vetrartöfrar. Þriðja bók

hvers árs er í hörðu broti en hinar tvær mjúkspjalda.

Þetta eru stuttar bækur, stórskemmtilegar, ríkulega myndskreyttar og með

stóru letri.

Henta mjög vel fyrir 6-12 ára.

Svo kom í sumar út Ísadóra Nótt - Sumarþrautabók

Handbók fyrir ofurhetjur

Handbók fyrir ofurhetjur – áttundi hluti: Nóttin langa, kom út í

vor. Þessar bækur eru gríðarlega vinsælar og eru alltaf í efstu sætum lista

yfir útlán bókasafna.

Ævintýru Lísu litlu ofurhetju eru byggð upp þannig að hver saga nær yfir

fjórar bækur þannig að nú, í bók átta, kemur loks í ljós af hverju börnin í

bænum hurfum – og af hverju þau komu til baka án skýringa.

Handbók fyrir ofurhetjur

Reiknaðu eins og ofurhetja

Hér er á ferðinni skemmtileg reikningsbók með þrautum og gátum fyrir 5-10

ára. Og það eru að sjálfsögðu límmiðar í bókinni, sem er í A4 stærð.

Handbók fyrir ofurhetjur

Snjóræningjarnir

Hér er komin vetrarþrautabók með spennandi sögu fremst í bókinni – um

snjóræningjana! Og það er lesandinn sem ræður framvindunni. Svo eru skemmtileg verkefni

og þrautir og föndur og leikir og allskonar.

Fótboltistarnir!

Drápa kynnir nýja bók frá Spáni – um Fótboltistana! Bækurnar um

Fótboltistana hafa nánast einokað barnabókamarkaðinn á Spáni, auk þess að hafa komið

út á nokkrum öðrum tungumálum.

Fótboltistarnir – Leyndardómurinn um fljúgandi dómarann er í hörðu

bandi og er myndasaga. Við hjá Drápu erum ógurlega spennt fyrir því að kynna þessa

stórskemmtilegu bók fyrir íslenskum krökkum.

Hin stórkostlega bók um RISAEÐLUR inniheldur allt

sem þú vildir vita um þessar mögnuðu skepnur. Og bókin er stór. Mjög stór. Risastór!

Stærstu stjörnur fótboltasögunnar er

stórskemmtileg bók sem listar upp allar stórstjörnur fótboltans. Bæði karla og

konur.

Þetta er nauðsynleg bók fyrir alla krakka sem hafa áhuga á fótbolta – og

fullorðnir munu líka skemmta sér yfir lestrinum.

Pele, Messi, Rapinoe, Morgan, Maradona – og öll hin sem hafa sett svip sinn

á fótboltasöguna.

Fyrir yngri börnin

Frá höfundum bókarinnar Hjartað mitt, sem kom út fyrir tveimur árum og var

tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna, kemur nú Brosið mitt.

Yndislega falleg bók - og textinn er allur í bundnu máli.

Dularfulla og óvænta HÚSIÐ HANS AFA er frá sömu

höfundum og voru með Skelfilega og skemmtilega HÚSIÐ HENNAR ÖMMU á

síðasta ári.

Húsið hennar ömmu seldist upp í byrjun

desember í fyrra og því var prentað meira af henni í vor.

Húsið hans afa er alveg jafn

skemmtileg og spennandi eins og fyrri bókin. Fliparnir fjölmargir með mátulega

óvæntum og ógeðslegum og óheppilegum hlutum á bak við.

Alþjóðleg metsölubók – loksins á Íslandi!

Það er ekki á hverjum degi sem við getum með sanni sagt að við séum að gefa

út bók sem hefur slegið í gegn um allan heim. En það á einmitt við um Litaskrímslið!

Bækurnar um Litaskrímslið erlendis eru orðnar fjölmargar og alls

kyns aukahlutir fylgja með; bangsar, litir, föt og margt fleira. Við byrjum á

að gefa fyrstu bókina út.

Einföld en um leið svo afar snjöll bók um tilfinningar og hvernig við getum

áttað okkur á þeim.

Og þá að kiljunum okkar – þær eru allar þegar komnar út.

Minningaskrínið er þriðja bók Kathryn

Hughes, þeirrar sem skrifaði Bréfið og Leyndarmálið.

Minningaskrínið segir sögu tveggja kvenna sem þurfa að horfast í augu við

fortíðina. Ákaflega ljúfsár saga sem fær lesandann til að hlæja og gráta.

Bannvænn sannleikur – eftir Angelu Marsons – er níunda

bókin um kvenhetjuna Kim Stone lögreglufulltrúa. Þessar bækur eru sívinsælar,

bæði hér á landi sem erlendis, enda mjög spennandi, hraðar og með óvæntar

fléttur.

Frá Freidu McFadden, sem sendi frá sér Undir yfirborðinu í

fyrra, kemur nú Það sem þernan sér. Sama söguhetja og í

fyrri bókinni tekur að sér að þrífa íbúð ákaflega ríkra hjóna í New York. Yfirborðið

er fallegt en undir niðri krauma vélráð. Þessi bók er eins spennandi og bækur

geta mögulega orðið, sálartryllir af allra bestu gerð!

Skotið sem geigaði er eftir hinn heimsþekkta sjónvarpsmann Richard

Osman. Hér fæst Fimmtudagsmorðklúbburinn við nýtt mál í bók sem er í senn

jafn spennandi og hún er fyndin.