Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað Símann um 76,5 milljónir króna fyrir að hafa ekki birt ætlaðar innherjaupplýsingar í lok ágúst 2021, í tengslum við mögulega sölu á Mílu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til Kauphallarinnar
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað Símann um 76,5 milljónir króna fyrir að hafa ekki birt ætlaðar innherjaupplýsingar í lok ágúst 2021, í tengslum við mögulega sölu á Mílu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Símanum til Kauphallarinnar.
Síminn mótmælir sektinni og mun skjóta málinu til dómstóla. Í tilkynningunni kemur fram að Síminn hafi upplýst markaðinn opinberlega um fyrirhugaða eigendabreytingu á Mílu enda hafi söluferli staðið yfir. Þá segir félagið að engum innherjaupplýsingum hafi verið til að dreifa á þessum tímapunkti.