Gunnar Tómasson
Gunnar Tómasson
„Hér í Grindavík lítum við til þeirra viðbragðsáætlana sem fyrir liggja,“ segir Gunnar Tómasson forstjóri Þorbjarnar í Grindavík. „Ef jarðhræringar eða eldgos leiða til þess að orkuverið í Svartsengi stoppar er ekki flókið að sjá fyrir sér að slíkt mun stöðva allt hér í Grindavík

„Hér í Grindavík lítum við til þeirra viðbragðsáætlana sem fyrir liggja,“ segir Gunnar Tómasson forstjóri Þorbjarnar í Grindavík. „Ef jarðhræringar eða eldgos leiða til þess að orkuverið í Svartsengi stoppar er ekki flókið að sjá fyrir sér að slíkt mun stöðva allt hér í Grindavík. Án rafmagns og hitaveitu gerist hér lítið; atvinnulífið stöðvast og fólk þarf á brott, að minnsta kosti tímabundið.“

Í fiskvinnslu Þorbjarnar starfa 50-70 manns, m.a. frá Póllandi og Asíulöndum. Þetta fólk segir Gunnar að eigi, tungumála vegna, erfitt með að fylgjast með fregnum af aðsteðjandi eldgosahættu og framvindu allri. Því hafi fólki verið kynnt hver staðan sé og viðbrögð skuli vera. Komi til rýmingar í skyndingu þurfi fólk að hafa á hreinu hvar söfnunarsvæði séu, hvaða nauðsynjar skuli taka með og hvaða leiðir út úr bænum séu færar.