Þrjú íslensk tónskáld eru tilnefnd til Hollywood music in media-verðlaunanna sem verða afhent í 14. sinn 15. nóvember. Öll eru þau tilnefnd fyrir tónlist í hrollvekjum eða spennutryllum. Hildur Guðnadóttir er tilnefnd fyrir tónlist sína í…
Þrjú íslensk tónskáld eru tilnefnd til Hollywood music in media-verðlaunanna sem verða afhent í 14. sinn 15. nóvember. Öll eru þau tilnefnd fyrir tónlist í hrollvekjum eða spennutryllum. Hildur Guðnadóttir er tilnefnd fyrir tónlist sína í kvikmyndinni A Haunting in Venice; Tóti Guðnason fyrir tónlist sína í Deliver Us og Herdís Stefánsdóttir fyrir tónlist sína í Knock at the Cabin. Auk þeirra eru tilnefnd Anthony Willis fyrir M3gan, Patrick Jonsson fyrir The Boogeyman og David Wingo og Amman Abbasi fyrir The Exorcist: Believer.