„Þetta er íþyngjandi fötlun og það þýðir ekki að hunsa hana. Hún hverfur ekki við það,“ segir Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra. Þrettán félagasamtök og stofnanir gefa út yfirlýsingu þar sem þau…

„Þetta er íþyngjandi fötlun og það þýðir ekki að hunsa hana. Hún hverfur ekki við það,“ segir Halla B. Þorkelsson formaður Heyrnarhjálpar, landssamtaka heyrnarskertra.

Þrettán félagasamtök og stofnanir gefa út yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna harðlega aðgerðaleysi heilbrigðisráðuneytisins gagnvart Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. „Þjónustu við heyrnarskerta hefur farið aftur á síðari árum. Bæði er aðgengi að heyrnarmælingu minna og biðtími hefur lengst,“ segja þau. „Það er óviðunandi fyrir fólk með alvarlega heyrnarskerðingu.“

„Þetta hefur mikil áhrif á andlega og líkamlega heilsu og samfélagsþátttöku,“ segir Halla. Það skili miklum árangri að leggja aukið fé í málaflokkinn. „Í atvinnuþátttöku, heilsufari og öðru,“ segir Halla. Leggja þurfi aukna áherslu á menntun í þessum greinum.

Hún segist halda í þá von að stjórnvöld bregðist við yfirlýsingu félaganna. » 2