Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús er kominn á lokastig úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu. Haraldur lék afar vel á úrtökumóti í Girona á Spáni um helgina og hafnaði í sjöunda sæti á sínum velli, en alls var keppt á fjórum mismunandi völlum og fóru 23 áfram frá hverjum velli. Íslenski kylfingurinn lék fjóra hringi á samtals sjö höggum undir pari, sem dugði honum til að öðast þátttökurétt á þriðja og síðasta stigi úrtökumótanna. Axel Bóasson er úr leik, en hann endaði á fjórum höggum yfir pari og í 54.-62. sæti á öðrum velli. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, sem komst á Evrópumótaröðina í gegnum sams konar mót í fyrra, er einnig úr leik en hann hafnaði í 67. sæti á sínum velli á fimm höggum yfir pari.