5 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir ÍBV.
5 Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði fimm mörk fyrir ÍBV. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Íslandsmeistarar ÍBV unnu góðan sigur á botnliði Selfoss, 33:25, í Suðurlandsslag í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á laugardag. Þrátt fyrir lokatölurnar var leikurinn í járnum lengi vel

Íslandsmeistarar ÍBV unnu góðan sigur á botnliði Selfoss, 33:25, í Suðurlandsslag í 9. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Vestmannaeyjum á laugardag.

Þrátt fyrir lokatölurnar var leikurinn í járnum lengi vel. Selfoss var með undirtökin í fyrri hálfleik en Eyjamönnum tókst að snúa taflinu við. Undir lokin keyrði ÍBV svo yfir gestina og vann með átta mörkum.

Með sigr­in­um fór ÍBV upp í 4. sætið þar sem liðið er með 11 stig líkt og Fram í 5. sæti.

Sel­foss er sem fyrr á botni deild­ar­inn­ar með aðeins tvö stig.