Norður
♠ Á63
♥ K
♦ D1087
♣ KG1098
Vestur
♠ G105
♥ Á43
♦ 54
♣ Á6543
Austur
♠ 742
♥ 9765
♦ K32
♣ D72
Suður
♠ KD98
♥ DG1082
♦ ÁG96
♣ –
Suður spilar 6♦.
„Gátum við hnekkt þessu?“ spurði austur að spili loknu.
„Nei – VIÐ gátum það ekki,“ svaraði vestur dapur í bragði.
Í sígildri bók sinni, Why You Lose at Bridge (1944), leiðir S.J. Simon til sögunnar eftirminnilegar persónur sem enn er vitnað til. Þeirra frægastar eru The Unlucky Expert og frú Guggenheim, sem voru hér í vörn gegn 6♦. Suður hafði sýnt þrílita hönd og sérfræðingurinn óheppni kom út með LÍTIÐ lauf, undan ásnum!
Sagnhafi setti gosann og frú Guggenheim í austur splæsti drottningunni eftir nokkurt sems. Suður trompaði, spilaði hjarta, sem sérfræðingurinn tók og stytti sagnhafa með ♣Á. Allt samkvæmt áætlun. En Palli var ekki einn í heiminum og þegar sagnhafi spilaði ♦D úr borði skömmu síðar lagði frú Guggenheim kónginn á, hratt og örugglega. Tólf slagir.