Söngkonan Jessica Simpson, sem varð fræg fyrir tónlist sína í kringum árið 2000, deildi skemmtilegri sögu með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. Hún var stödd á bílaplani þegar aðdáandi kom til hennar og bað hana um eiginhandaráritun

Söngkonan Jessica Simpson, sem varð fræg fyrir tónlist sína í kringum árið 2000, deildi skemmtilegri sögu með fylgjendum sínum á Instagram á dögunum. Hún var stödd á bílaplani þegar aðdáandi kom til hennar og bað hana um eiginhandaráritun. Jessica varð við ósk hans með glöðu geði. Aðdáandinn varð hissa þegar hún skrifaði nafnið sitt en hann fór mannavillt og hélt hann væri að fá áritun frá Britney Spears. Það má spyrja sig að því hversu mikill aðdáandi þetta var. Lestu stjörnufréttir Evu Ruzu á K100.is.