8 Hildigunnur Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Val á laugardag.
8 Hildigunnur Einarsdóttir skoraði átta mörk fyrir Val á laugardag. — Ljósmynd/Kristinn Steinn
Valur lenti ekki í nokkrum vandræðum með KA/Þór þegar liðin áttust við í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Akureyri á laugardag. Lauk leiknum með 32:19-sigri Vals. Valur var með 15:10 forystu í hálfleik, skoraði svo fyrstu þrjú mörk…

Valur lenti ekki í nokkrum vandræðum með KA/Þór þegar liðin áttust við í 9. umferð úrvalsdeildar kvenna í handknattleik á Akureyri á laugardag. Lauk leiknum með 32:19-sigri Vals.

Valur var með 15:10 forystu í hálfleik, skoraði svo fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiks og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Með sigrinum jafnaði Valur topplið Hauka að stigum þar sem bæði lið eru nú með 16 stig. KA/Þór heldur kyrru fyrir í 6. sæti, þar sem liðið er með 5 stig.