Árna Magnússonar fyrirlestur verður haldinn á fæðingardegi Árna 13. nóvember í Eddu kl. 17. Fyrirlesari að þessu sinni er Haraldur Bernharðsson, málfræðingur og dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands
Árna Magnússonar fyrirlestur verður haldinn á fæðingardegi Árna 13. nóvember í Eddu kl. 17. Fyrirlesari að þessu sinni er Haraldur Bernharðsson, málfræðingur og dósent við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans lúta einkum að málbreytingum og íslenskri málsögu og miðaldahandritum sem heimild um mál fyrri alda. Erindi Haralds nefnist „Skrifarar og ritmenning á Íslandi og í Noregi á þrettándu öld“. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum arnastofnun.is.