— Ljósmynd/Óli Haukur Mýrdal
Hópur göngufólks hittist við grunnbúðir Ljóssins við Esjurætur á fjórða tímanum á laugardaginn þegar árlegur Ljósafoss féll niður hlíðar þessarar helstu prýði höfuðstaðarins. Lagði hópurinn af stað klukkan 16 og gekk upp að Steini þaðan sem gengið…

Hópur göngufólks hittist við grunnbúðir Ljóssins við Esjurætur á fjórða tímanum á laugardaginn þegar árlegur Ljósafoss féll niður hlíðar þessarar helstu prýði höfuðstaðarins. Lagði hópurinn af stað klukkan 16 og gekk upp að Steini þaðan sem gengið var niður aftur með höfuðljós tendruð sem úr fjarska mynduðu ljósafoss niður hlíðina.

Með þessum árlega viðburði vekja þátttakendur athygli á mikilvægi Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Eins og undanfarin ár var það fjallagarpurinn Þorsteinn Jakobsson sem leiddi gönguna.