40 ára Rósa er frá Ha Long Bay í Víetnam en hefur búið á Íslandi í fimmtán ár. Hún á heima í Sandgerði. Rósa er þjónn og aðstoðarkokkur hjá SSP sem sér um að reka veitingastaðina Jómfrúna og Elda Bistro í flugstöðinni í Keflavík
40 ára Rósa er frá Ha Long Bay í Víetnam en hefur búið á Íslandi í fimmtán ár. Hún á heima í Sandgerði. Rósa er þjónn og aðstoðarkokkur hjá SSP sem sér um að reka veitingastaðina Jómfrúna og Elda Bistro í flugstöðinni í Keflavík. Áhugamálin eru ferðalög, eldamennska, söngur, góðgerðarstarfsemi, sund og útivist.
Fjölskylda Eiginmaður Rósu er Eiríkur Unnar Ólafsson, f. 1981, vélstjóri á bátum Nesfisks. Synir þeirra eru Snorri, f. 2009, og Hinrik, f. 2013.