Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á laugardaginn karlmann sem varð fyr­ir voðaskoti á rjúpna­veiðum við Leggja­brjót. Hafnaði skotið í fæti manns­ins. Að sögn Auðuns F. Kristinssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, fór þyrlan til…

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á laugardaginn karlmann sem varð fyr­ir voðaskoti á rjúpna­veiðum við Leggja­brjót. Hafnaði skotið í fæti manns­ins. Að sögn Auðuns F. Kristinssonar, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, fór þyrlan til að sækja göngumann sem hafði dottið og fótbrotnað og annan örmagna sem var með honum. Í leiðinni hafi þeir sótt einstaklinginn sem varð fyrir voðaskotinu. Fyrra út­kallið barst klukk­an hálffjög­ur og það síðara um klukk­an fimm.