Tímahylki Hornsteinn Hótels Sögu fannst í vikunni. Um er að ræða járnhylki sem innihélt tvö blöð með sögu hússins og ýmsum upplýsingum.
Tímahylki Hornsteinn Hótels Sögu fannst í vikunni. Um er að ræða járnhylki sem innihélt tvö blöð með sögu hússins og ýmsum upplýsingum. — Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er stórmerkilegt. Ég hafði ekki hugmynd um tilvist þessa skjals og hvað þá um þessi nöfn sem á því eru,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Þetta er stórmerkilegt. Ég hafði ekki hugmynd um tilvist þessa skjals og hvað þá um þessi nöfn sem á því eru,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Frétt Morgunblaðsins á fimmtudag af því að hornsteinn Bændahallarinnar við Hagatorg í Reykjavík hefði óvænt fundist vakti mikla athygli. Sem kunnugt er standa nú yfir endurbætur á húsinu eftir að Hótel Sögu var lokað og Háskóli Íslands er að taka við húsinu fyrir starfsemi sína.

Hornsteinninn fannst þegar verið var að rífa gömlu lyfturnar sem fluttu fólk upp á hinn vinsæla veitingastað Grillið og breyta lyftuhúsinu.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu var hornsteinn byggingarinnar lagður hinn 11. mars 1961 af Ásgeiri Ásgeirssyni forseta Íslands. Í hylkinu voru tvö blöð sem líklega voru skrifuð á vaxpappír. Á þeim var byggingarsaga hússins rakin og þess getið hverjir skipuðu stjórn Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda sem stóðu að framkvæmdinni. Jafnframt var tíundað hvaða iðnmeistarar höfðu umsjón með byggingunni og að húsameistari væri Halldór H. Jónsson. Einnig var athyglisvert að helstu ráðamenn þjóðarinnar daginn sem hornsteinninn var lagður voru taldir upp; ráðherrar í ríkisstjórn Íslands, forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur og borgarstjóri.

Vill fá afrit á skrifstofuna

Gunnar segir ánægjulegt að hornsteinninn hafi fundist. Þegar eru hafnar bollaleggingar um hver framtíð umrædds skjals verður. Gunnar segir að hann hafi verið í samskiptum við fulltrúa Háskóla Íslands af þeim sökum en hornsteinninn er nú í vörslu Jóns Atla Benediktssonar rektors HÍ. Hann kveðst búast við því að eiga samtal við Háskólann þegar hann kemur aftur til landsins eftir að hafa sótt aðalfund dönsku bændasamtakanna. „Auðvitað ætti þetta skjal að fara aftur sem hornsteinn í húsið. Það hefur verið viðrað í tölvupóstsamskiptum hvort ætti að bæta við viðbótarsögu eftir að þetta skjal fannst.“

Hann er þó áhugasamur um að fá að afrita skjalið og finna því góðan stað á skrifstofu Bændasamtakanna. „Það væri alveg tilvalið að fá ljósrit af þessu. Það er nú ekki eins og það hafi verið einhverjir smælingjar sem voru skrifaðir á þetta ágæta bréf.“

Ráðunautur að verki







Ragnar hélt um pennann

Hornsteinninn innihélt tvö blöð með sögu Bændahallarinnar og nöfnum þeirra sem stóðu að byggingu hennar auk þess sem tíðarandinn var fangaður með því að helstu ráðamanna þjóðarinnar var getið.

Morgunblaðinu barst ábending um að sá sem ritaði textann hefði verið Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélaginu, en hann var bróðir Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Íslands sem einmitt lagði hornsteininn árið 1961.

Höf.: Höskuldur Daði Magnússon