[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÍBV er úr leik í Evrópubikarnum í handknattleik kvenna eftir að hafa tapað stórt í tvígang fyrir Madeira í 32-liða úrslitum um helgina. Báðir leikirnir fóru fram á portúgölsku eyjunni Madeira. Fyrri leikurinn fór 33:19 og sá síðari 36:23

ÍBV er úr leik í Evrópubikarnum í handknattleik kvenna eftir að hafa tapað stórt í tvígang fyrir Madeira í 32-liða úrslitum um helgina. Báðir leikirnir fóru fram á portúgölsku eyjunni Madeira. Fyrri leikurinn fór 33:19 og sá síðari 36:23. Stór skörð voru hoggin í lið Eyjakvenna vegna meiðsla og munaði um minna.

Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrirliði Vålerenga, leiddi á laugardag lið sitt til norska meistaratitilsins. Hann var í höfn
eftir 3:1-sigur Vålerenga á Stabæk í næstsíðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Hóf hún Noregsmeistarabikarinn á loft að leik loknum. Á samfélagsmiðlum eftir leikinn tileinkaði Ingibjörg Grindvíkingum sigurinn.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur allra er hann skoraði níu mörk fyrir Melsungen þegar liðið tapaði fyrir Gummersbach, 37:31, í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gær. Arnar Freyr Arnarsson komst ekki á blað hjá Melsungen en Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar.

Grétar Ari Guðjónsson átti stórleik í marki Sélestat þegar liðið vann öruggan 31:22-sigur á Sarrebourg í frönsku B-deildinni í handknattleik í gær. Grétar Ari varði 13 skot og var með 37 prósent markvörslu. Sélestat er í þriðja sæti B-deildarinnar með 14 stig eftir níu leiki.

Atvinnu
kylfingurinn Haraldur Franklín
Magnús náði sér ekki á strik á þriðja hring á lokastigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í golfi, sterkustu mótaröð Evrópu, í Tarragona
á Spáni í gær. Haraldur lék hringinn
á 74 höggum, eða á tveimur höggum
yfir pari. Hann er þó enn í ágætis málum í 33. til 50. sæti af rúmlega 150
keppendum, á sex höggum undir
pari.

Óðinn Þór Ríkharðsson, landsliðsmaður í handknattleik, fór mikinn í liði Kadetten Schaffhausen í toppslag svissnesku úrvalsdeildarinnar gegn Kriens á laugardag. Óðinn Þór skoraði átta mörk 29:26-sigri og var markahæstur í leiknum. Kadetten er á toppi deildarinnar, fimm stigum fyrir ofan Kriens í 2. sæti.

Sveinbjörn Pétursson lék afar vel í marki Aue þegar það hafði betur gegn N-Lübbecke, 31:27, í þýsku B-deildinni í handknattleik á laugardag. Sveinbjörn varði 13 skot og var með tæplega 35 prósent markvörslu. Var þetta aðeins annar sigur Aue á tímabilinu í 11 leikjum. Liðið er með fjögur stig í næstneðsta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá öruggu sæti.

Landsliðskonan Hlín Eiríksdóttir skoraði fyrsta mark Kristianstad þegar liðið gerði jafntefli við Linköping, 3:3, í kveðjuleik þjálfarans Elísabetar Gunnarsdóttur í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á laugardag. Elísabet rær nú á önnur mið eftir að hafa þjálfað Kristianstad um 15 ára skeið. Hlín lék allan leikinn og Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður á 40. mínútu. Landsliðsmiðvörðurinn Guðrún Arnardóttir skoraði þá tvívegis fyrir Rosengård þegar liðið vann stórsigur á botnliði Kalmar, 10:0. Kristianstad hafnaði í 6. sæti og
Rosengård í 7. sæti deildarinnar.

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Leó Gunnarsson, stórskytta hjá Aftureldingu, mun ganga til liðs við portúgölsku meistarana í Porto að tímabilinu loknu. Handbolti.is greindi frá en samkvæmt miðlinum var tilkynnt um brottför Þorsteins Leós á kótilettukvöldi handknattleiksdeildar Aftureldingar á föstudag.

Willum Þór Willumsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, heldur áfram að leika frábærlega fyrir Go Ahead Eagles. Á laugardag skoraði hann sigurmarkið í 1:0-útisigri á RKC Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni. Liðið er í harðri Evrópubaráttu og er sem stendur í 5. sæti með 21 stig, fimm stigum á eftir AZ Alkmaar í 4. sæti.

Yngri bróðir Willums, Brynjólfur Willumsson, átti stórleik fyrir Kristiansund þegar liðið vann Skeid örugglega, 5:0, í lokaumferð norsku B-deildarinnar í knattspyrnu í gær. Brynjólfur skoraði eitt mark og lagði upp tvö til viðbótar. Kristiansund hafnaði í 4. sæti deildarinnar og fer í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni.