Birnir F. Hálfdánarson tryggði sér á laugardag sæti á EM í sundi í Búkarest í Rúmeníu í lok árs er hann varð Íslandsmeistari í 200 metra fjórsundi á Íslandsmótinu í 25 m laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði. Birnir setti um leið nýtt unglingamet. Hann sló þá Íslandsmet í bæði 4x200 m skriðsundi og 4x100 m fjórsundi með boðsundssveit SH. Jóhanna E. Guðmundsdóttir varð fjórfaldur Íslandsmeistari með því að vinna í 50 og 100 m skriðsundi og 50 og 100 m flugsundi. Katja L. Andriysdóttir vann þá þrefalt með því að sigra í 400, 800 og 1.500 m skriðsundi. Á laugardag setti kvennasveit SH einnig Íslandsmet, í 4x100 m skriðsundi, með Jóhönnu og Kötju innanborðs. Anton Sveinn McKee varð einnig þrefaldur Íslandsmeistari með því að sigra í 50, 100 og 200 m bringusundi. Anton, Jóhanna, Birnir, Snæfríður Sól Jórunnardóttir, Snorri Dagur Einarsson og Einar Margeir Ágústsson fara á EM.