Skipti Gísli Laxdal Unnarsson er kominn til Vals frá Skagamönnum.
Skipti Gísli Laxdal Unnarsson er kominn til Vals frá Skagamönnum. — Ljósmynd/Valur
Knattspyrnumaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson gerði í gær þriggja ára samning við Val. Hann kemur til Vals frá uppeldisfélaginu ÍA. Gísli var samningslaus hjá ÍA og kemur því til Vals án greiðslu. Sóknarmaðurinn, sem fæddist árið 2001, hefur skorað 11…

Knattspyrnumaðurinn Gísli Laxdal Unnarsson gerði í gær þriggja ára samning við Val. Hann kemur til Vals frá uppeldisfélaginu ÍA. Gísli var samningslaus hjá ÍA og kemur því til Vals án greiðslu. Sóknarmaðurinn, sem fæddist árið 2001, hefur skorað 11 mörk í 66 leikjum í efstu deild og fjögur mörk í 18 leikjum í 1. deild. Átti hann sinn þátt í að ÍA vann 1. deildina á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í efstu deild eftir eins árs fjarveru.