Rýming Eins og sjá má á myndinni var komin sprunga í vegg á húsinu.
Rýming Eins og sjá má á myndinni var komin sprunga í vegg á húsinu. — Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
„Þetta er svolítið súrrealískt. Maður átti ekki von á því að þurfa að gera svona á ævi sinni,“ sagði Rakel Lilja Halldórsdóttir í samtali við Morgunblaðið í Grindavík í gær er hún var að ná í helstu nauðsynjar úr húsinu sínu

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

„Þetta er svolítið súrrealískt. Maður átti ekki von á því að þurfa að gera svona á ævi sinni,“ sagði Rakel Lilja Halldórsdóttir í samtali við Morgunblaðið í Grindavík í gær er hún var að ná í helstu nauðsynjar úr húsinu sínu. Rakel og sjö manna fjölskylda dvelja nú á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta er náttúrulega óþægilegt en við erum búin að vera frekar slök og róleg yfir þessu,“ segir hún.

Rakel segir að börnunum þyki leiðinlegt að geta ekki hitt vini sína en nú séu hún og maðurinn hennar að fara með börnin í ýmsar skemmtiferðir hjá fyrirtækjum sem hafa boðið Grindvíkingum upp á skemmtilega afþreyingu þeim að kostnaðarlausu. „Við reynum að halda þeim virkum,“ segir Rakel.

Hún segir framtíðina óljósa enda ekki ljóst hvar krakkarnir fari í skóla og vinnustaður Rakelar, hjúkrunarheimilið Víðihlíð, hefur orðið fyrir miklum skemmdum.

Höf.: Viðar Guðjónsson