Niðurskurður Haraldur Franklín fór í gegnum niðurskurðinn í gær.
Niðurskurður Haraldur Franklín fór í gegnum niðurskurðinn í gær. — Ljósmynd/IGT Tour
Haraldur Franklín Magnús lék í gær á einu höggi undir pari á fjórða hring á lokastigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Tarragona á Spáni. Fyrir vikið komst hann í gegnum niðurskurðinn. Haraldur lék á 71 höggi og er samtals á sex höggum …

Haraldur Franklín Magnús lék í gær á einu höggi undir pari á fjórða hring á lokastigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Tarragona á Spáni. Fyrir vikið komst hann í gegnum niðurskurðinn. Haraldur lék á 71 höggi og er samtals á sex höggum undir pari þegar hann hefur lokið fjórum hringjum af sex á mótinu. Hann deilir 53.-60. sæti af 156 keppendum. Efstu 25 kylfingarnir fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.