Breska skáldkonan Sarah Thomas situr fyrir svörum hjá Andra Snæ Magnasyni og les upp upp úr nýrri bók sinni í Pennanum Eymundsson á Skólavörðustíg 11 á morgun, miðvikudag, milli kl. 18.30 og 20. Bók Thomas, sem nefnist The Raven’s Nest: An Icelandic …
Breska skáldkonan Sarah Thomas situr fyrir svörum hjá Andra Snæ Magnasyni og les upp upp úr nýrri bók sinni í Pennanum Eymundsson á Skólavörðustíg 11 á morgun, miðvikudag, milli kl. 18.30 og 20. Bók Thomas, sem nefnist The Raven’s Nest: An Icelandic Journey Through Light and Darkness, er af breska höfundinum Robert Macfarlane lýst sem „heillandi“, en skoski höfundurinn Cal Flyn segir bókina „ljóðræna og íhugula“, að því er fram kemur í viðburðarkynningu. Thomas er stödd hérlendis í tengslum við hátíðina Iceland Noir sem hefst á morgun og stendur til laugardags.