Skjálftahrina Gylfi segir fólk upplifað tilveruna hringsnúast.
Skjálftahrina Gylfi segir fólk upplifað tilveruna hringsnúast. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður fjöldahjálparstöðva, segir hlutina sem betur fer hafa gengið vel fyrir sig undanfarna daga og að markmiðið sé að loka hjálparstöðvunum eins fljótt og hægt er. Gylfi var á línunni í síðdegisþættinum Skemmtilegri…

Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður fjöldahjálparstöðva, segir hlutina sem betur fer hafa gengið vel fyrir sig undanfarna daga og markmiðið loka hjálparstöðvunum eins fljótt og hægt er. Gylfi var á línunni í síðdegisþættinum Skemmtilegri leiðin heim með Regínu Ósk, Ásgeiri Páli og Jóni Axel.

Það þekkja allir sitt hlutverk og þess vegna gengur þetta fumlaust fyrir sig, eins og þið komuð orði . Þegar keðjan fer snúast þá vita allir hvað þeirra hlekkur á gera og þess vegna gengur þetta smurt, sem betur fer,“ segir Gylfi en er unnið því koma fólki í tímabundið húsnæði.

er fólk eftir hjá okkur í Keflavík og í Kórnum og það gengur ágætlega útvega húsnæði. Við verðum koma fólki í varanlegra húsnæði en íþróttahúsin sem við höfum verið nota. Vinna okkar er á fullu og er skila góðum árangri.“

Þegar Ásgeir Páll biður Gylfa um lýsa andrúmsloftinu á stöðvunum segist hann hafa séð eitt á föstudagskvöld sem hann hafi aldrei séð áður, svokallaða skjálftariðu.

Fólk nánast steig ölduna þegar það var koma til okkar. Það var eins og fólk væri sjóveikt og ég hélt á tímabili einhverjir væru drukknir, sem betur fer reyndist það ekki vera. Þá höfðu þau upplifað marga jarðskjálfta í einu og stutt á milli. Tilveran hringsnerist hjá mörgum þegar þau lögðust niður á beddana hjá okkur. Við þurftum nánast labba með þeim um gólf til sannfæra þau um það væru engir jarðskjálftar á okkar svæði á meðan þau voru hjá okkur. Þau upplifðu jarðskjálfta hvað eftir annað þrátt fyrir þeir væru ekki til staðar.“