Bratislava Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Slóvakana Ivan Schranz og Norbert Gyömber í Slóvakíu í gærkvöldi.
Bratislava Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason í baráttunni við Slóvakana Ivan Schranz og Norbert Gyömber í Slóvakíu í gærkvöldi. — Ljósmynd/Alex Nicodim
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Slakur varnarleikur varð íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að falli þegar liðið mætti Slóvakíu í J-riðli undankeppni EM 2024 á Tehelné pole-vellinum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Slóvakíu, 4:2, en Orri Steinn…

EM 2024

Bjarni Helgason

Víðir Sigurðsson

Slakur varnarleikur varð íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu að falli þegar liðið mætti Slóvakíu í J-riðli undankeppni EM 2024 á Tehelné pole-vellinum í Bratislava í Slóvakíu í gær. Leiknum lauk með öruggum sigri Slóvakíu, 4:2, en Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábærum skalla eftir frábæra sendingu Guðlaugs Victors Pálssonar á 17. mínútu.

Juraj Kucka jafnaði metin fyrir Slóvaka eftir hornspyrnu á 30. mínútu og Ondrej Duda kom þeim yfir á 36. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Lukás Haraslín skoraði þriðja mark Slóvaka á 47. mínútu þegar hann lagði boltann snyrtilega í fjærhornið úr teignum eftir vandræðagang í vörn íslenska liðsins. Haraslín var svo aftur á ferðinni sjö mínútum síðar, aftur eftir að varnarmenn Íslands hörfuðu frá honum, og skotið var hnitmiðað í fjærhornið.

Andri Lucas Guðjohnsen klóraði í bakkann fyrir íslenska liðið með sinni fyrstu snertingu í leiknum á 74. mínútu með skoti úr miðjum markteignum eftir hornspyrnu Jóhanns Bergs Guðmundssonar og þar við sat.