Hveragerði Jalen Moore hefur yfirgefið Hauka og samið við Hamar.
Hveragerði Jalen Moore hefur yfirgefið Hauka og samið við Hamar. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir
Körfuknattleiksdeild Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Jalen Moore um að leika með liðinu, sem er nýliði í úrvalsdeild karla, út tímabilið. Samningi Moores hjá Haukum var á dögunum rift þrátt fyrir að hann sé stigahæsti leikmaður deildarinnar

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur samið við Bandaríkjamanninn Jalen Moore um að leika með liðinu, sem er nýliði í úrvalsdeild karla, út tímabilið. Samningi Moores hjá Haukum var á dögunum rift þrátt fyrir að hann sé stigahæsti leikmaður deildarinnar. Moore var með rúmlega 27 stig, rúm níu fráköst og rúmar átta stoðsendingar að meðaltali í þeim sex leikjum sem hann lék með Hafnarfjarðarliðinu. Hamar er án stiga í 11. sætinu eftir sex leiki.