Kauphöllin Kauphallarbjöllunni hringt í tilefni skráningar Kaldalóns.
Kauphöllin Kauphallarbjöllunni hringt í tilefni skráningar Kaldalóns.
Í gær hófust viðskipti með hlutabréf Kaldalóns á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Kaldalón tilheyrir fasteignageiranum og er 26. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. Á fyrsta degi viðskipta hækkuðu hlutabréf félagsins um 6,2 prósent í 266 milljóna króna viðskiptum

Í gær hófust viðskipti með hlutabréf Kaldalóns á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Kaldalón tilheyrir fasteignageiranum og er 26. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár.

Á fyrsta degi viðskipta hækkuðu hlutabréf félagsins um 6,2 prósent í 266 milljóna króna viðskiptum.

Kaldalón leggur áherslu á vöru- og iðnaðarhúsnæði og verslunar- og þjónustuhúsnæði og er með dreift eignasafn.

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns, sagði við skráninguna að félagið hefði sett sér skýr og mælanleg markmið fyrir skráningu á Aðalmarkað Nasdaq Iceland sem nú hefði verið náð.

„Síðan félagið var skráð á Nasdaq First North hefur það farið í gegnum töluvert umbreytingarferli. Á þessum tíma hefur fjöldi hluthafa fimmfaldast sem sýnir að fjárfestar, stórir sem smáir, deila okkar hugmyndafræði og framtíðarsýn. Hluthafar eru um 600 og fer enginn með stærri eignarhlut en 16%. Skráning félagsins á Aðalmarkað er því mjög spennandi verkefni sem mun framvegis styðja við vöxt félagsins,“ sagði Jón Þór.