Byrjunarliðið Byrjunarlið Íslands í Wales í gærkvöldi. Ísland mátti þola sitt fyrsta tap í undankeppninni en er þrátt fyrir það í öðru sæti I-riðils.
Byrjunarliðið Byrjunarlið Íslands í Wales í gærkvöldi. Ísland mátti þola sitt fyrsta tap í undankeppninni en er þrátt fyrir það í öðru sæti I-riðils. — Ljósmynd/KSÍ
Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mátti þola 0:1-tap gegn jafnöldrum sínum frá Wales í þriðja leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi. Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu á næsta ári

Íslenska U21 árs landslið karla í fótbolta mátti þola 0:1-tap gegn jafnöldrum sínum frá Wales í þriðja leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi. Lokakeppnin fer fram í Slóvakíu á næsta ári.

Joe Low skoraði sigurmark Wales á 28. mínútu með skalla af stuttu færi. Ísland fékk fín færi til að jafna metin og sérstaklega eftir að Josh Thomas fékk beint rautt spjald hjá Wales á 63. mínútu. Inn vildi boltinn hins vegar ekki.

Ísland féll niður í annað sæti I-riðils með tapinu, en íslenska liðið er með sex stig. Wales er á toppnum með átta stig, en Wales hefur leikið fjóra leiki og Ísland þrjá. Danmörk er með fimm í þriðja sæti, Tékkland í fjórða með tvö og Litháen rekur lestina án stiga.

Liðið sem endar í efsta sæti fer beint á lokamótið en liðin í öðru sæti fara í umspil. Næsti leikur Íslands er gegn Tékklandi á útivelli 25. mars á næsta ári.