Kristallar Eitt verka á sýningu.
Kristallar Eitt verka á sýningu.
Ljósbrot nefnist myndlistarsýning sem opnuð hefur verið í Sunnusal í Iðnó. Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir og Vikram Pradhan hafa unnið saman að sýningu um hulinn heim kristalla sem vaxa í Brennisteinsfjöllum

Ljósbrot nefnist myndlistarsýning sem opnuð hefur verið í Sunnusal í Iðnó. Antonía Berg, Íris María Leifsdóttir og Vikram Pradhan hafa unnið saman að sýningu um hulinn heim kristalla sem vaxa í Brennisteinsfjöllum. Þau skoða eiginleika kristallanna og beita mismunandi aðferðum til að komst nær þeim. Sýningin samanstendur af ljósmyndum, kristallavexti á gleri, leir og málmi, vídeóverki og margvíslegum jarðefnum frá Íslandi og Grænlandi, að því er segir í viðburðarkynningu.

Þar kemur fram að næsta sumar hyggist listafólkið halda sýningu með jarðefnum frá báðum löndum á aðalræðisskrifstofu Íslands í Nuuk. „Sýningin Ljósbrot beinir ásýnd sinni á endurkast ljóss og býður þátttakendum að upplifa staðbundið ljósbrot – umvefur okkur í augnablikinu þegar sólin skín á kristal. Sjá það sem hulið er,“ segir í tilkynningu. Boðið verður upp á listamannaspjall sunnudaginn 19. nóvember kl. 15. Sýningin stendur út nóvember.