Mis- eru menn vel gefnir til fótanna. Fótfimur maður er lipur og leikinn í fótaburði, fótviss er sá sem hrasar ógjarnan. En fótfrár er fljótur, sporhraður, frár, fóthvatur, sporléttur

Mis- eru menn vel gefnir til fótanna. Fótfimur maður er lipur og leikinn í fótaburði, fótviss er sá sem hrasar ógjarnan. En fótfrár er fljótur, sporhraður, frár, fóthvatur, sporléttur. Það orð er þá t.d. ekki hægt að nota um þann sem er fimur, hand- og fótviss í klettum, að minnsta kosti ekki meðan á klifrinu stendur.