Dr. Már Jónsson prófessor rekur fjárhagsleg samskipti Gríms Thomsen við foreldra sína í fyrirlestri í Íþróttahúsinu á Álftanesi á morgun, laugardag, kl. 14. Fyrirlesturinn er á vegum Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla

Dr. Már Jónsson prófessor rekur fjárhagsleg samskipti Gríms Thomsen við foreldra sína í fyrirlestri í Íþróttahúsinu á Álftanesi á morgun, laugardag, kl. 14. Fyrirlesturinn er á vegum Félags áhugamanna um sögu Bessastaðaskóla. „Grímur er dáð skáld og umdeildur maður. Hann var alþingismaður og bjó á Bessastöðum á Álftanesi, æskuheimili sínu. Hann fór til náms í Kaupmannahöfn, lagði stund á heimspeki og bókmenntir, eftir að hafa lokið aðgangsprófi að Háskólanum með annarri einkunn. Foreldrar Gríms, ráðsmannshjónin í Bessastaðaskóla, virðast hafa verið vel efnuð á þeirra tíma mælikvarða, á eymdarárum í íslenskri sögu. Sonurinn virðist hafa verið óhemju fjárfrekur til námsins í Kaupmannahöfn og verið foreldrunum mikil fjárhagsleg byrði. Og gengið á rétt systra sinna til erfða,“ segir í kynningu á efni fyrirlestursins sem er öllum opinn.